Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

15 mars 2005

Engir flutningar !

Nú erum við orðin nokkuð viss um að það eigi ekkert að flytja okkur áður en að fæðingu kemur svo líklega getum við hreiðrað um okkur hérna úti með það í huga að við verðum bæði í fæðingarorlofinu í Stokkhólmi.... og vonandi 1-2 ár í viðbót eftir það :) Þungu fargi af mér létt því mér líkar alveg stórvel við ljósmóðurina og allt umhverfi á "mödravården" sem ég valdi mér, sömuleiðis er ég alveg sátt við tilhugsunina um að klífa Mount Everest á einum degi (lesist = fæða barn) á Danderyd spítalanum.

Annars er ég öll að koma til á líkamlegu og andlegu nótunum. Ógleðin loksins að fara smám saman og ég búin að minnka töflurnar sem ég fékk til að halda niðri mat úr 6 á dag og niður í 1-2 á dag. Með bættri líðan kemur svo pínuponsu bumbukúla sem ég að sönnum Beggusið nota tækifærið og strunsa beinustu leið í næstum allar óléttufatabúðir bæjarins til að dressa mig upp fyrir vorið og sumarið. Ólýsanlega mikið þægilegra að vera í óléttufötum...ahhhh.... engir buxnastrengir bara teygja! og víðir, rúmgóðir bolir í vorlitum. Nú er bara að bíða eftir að snjórinn fari svo ég geti farið og keypt mér hvíta sæta strigaskó sem passa fullkomlega við hvítu hörbuxrnar úr H&M :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home