Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

16 mars 2005

Skoðanir og tékk

Hingað til er ég búin að fara einu sinni í sónar, var gert bara til að tékka að allt væri á sínum stað og svona... sem það að var sem betur fer... fór í það 17. jan þegar ég var á 10. viku. Brá alveg hrikalega þegar læknirinn benti á skjáinn og sagði "já, og það er singular (eitt stykki í belgnum)... eða nei..bíddu... það er er EKKI singular"!! Þegar hér var komið sögu stóð mér ekki á sama og pírði augun til að rýna betur á skjáinn sem sýndi innvolsið í leginu... beið eftir að hún tilkynnti mér að ég gengi með tvíbura ! En svo kom útskýringin; "einsog þú sérð hér (og benti á skjáinn) er eggjarauðan enn til staðar en hún ætti að hverfa á næstu dögum eða vikum". Semsagt.. það var annarsvegar fóstrið og hinsvegar einhver eggjarauða sem ég vissi ekki einusinni að ætti að fyrirfinnast ! *hjúkk* !
Sé ekki alveg fyrir mér að taka á móti tveimur í einu, myndi nú eflaust hafast að lokum en vá hvað það yrði erfitt. Tala nú ekki um þegar við erum bara tvö hérna án íslenska "stoðkerfisins" sem felst í fjölskyldumeðlimunum.

17. febrúar (á 14. viku) fékk ég svo að heyra hjartslátt bingóúngans hjá ljósmóðurinni í leiðinni sem ég sótti 100 töflu skammtinn minn af ógleðilyfjum. Var ósköp gott að heyra hann þó svo ég tengi ekki alveg ennþá þetta "það er að koma barn" við "ég er að verða mamma" og "lífið er að breytast til muna". Er enn í afneitun og gleymi stundum að ég sé ólétt... á það meira að segja til að láta mig dreyma um utanlandsferðir til fjarlægra staða og skoða venjuleg föt í búðum... bara einsog ekkert sé ! Kúlan mín er heldur ekkert svo stór að þetta sé einhvað stöðug áminning og mér finnst það eiginlega ágætt... svona þangað til tengingin er komin ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home