Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

18 mars 2005

Kostir Svíaríkis

Að vera með smábarn í Svíþjóð á sína ótvíræðu kosti... sem best eru upp taldir svo ég geti glatt sjálfa mig með að sjá það á prenti (samanber "kostir og gallar kærasta/kærustu míns" listarnir sem eru alfrægir og til margs nytsamlegir). En ég tel semsagt bara upp kostina:
- Í Stokkhólmi fá foreldrar sem ferðast með barn í vagni frítt í strætó ! Jebb... mar bara rúllar vagninum inn fyrir miðju strætósins og þarf ekkert að hafa fyrir því að fara frá barninu (og vagninum) til að borga farið hjá bílstjóranum :)
- Það er massamikið af H&M búðum hérna, þarf ekkert að útskýra kostinn við það... it´s obvious !
- Fyrir utan H&M er til KappAhl og Lindex... sem er svipað í verði bara minna kjút...
- Stokkhólmur er ákaflega barna- og barnavagnavæn borg. Er meira að segja búið að gefa út litla handbók fyrir nýbakaða foreldra þarsem gefnar eru hugmyndir að gönguleiðum, kaffihúsum, söfnum og verslunum þarsem auðvelt er að vera með fyrirferðamikinn vagn og organdi krakka :)
- Það er hægt að fara í barnavagnabíó ! Jebbb... sýningar um hábjartan dag þarsem skilin er eftir smá birta í salnum (svo mar geti gefið barninu og sinnt því án þess að þurfa að redda sér nightvision-goggles). Og svo getur mar náttlega skilið eftir vagninn frammí anddyri án teljandi vandræða. Í þessu bíói gilda ekki venjulegar reglur varðandi hvað má koma með inní salinn og hvað ekki... anything goes... kaffi, hamborgari, samloka, náttföt og sloppur...whatever u like.
- Á daginn eru sko endalaust framboð á afþreyingu fyrir þig og ungann þinn (ekki bara barnavagnabíó); ungbarnasund, mömmu- og barna jóga, mömmu- og barna SALSA, og svo það allra sniðugasta.. opin leikskóli ! Foreldrar hittast semsagt með krílin sín svo þau (börnin og fullorðna fólkið) geti öll leikið sér, skipst á sögum og slakað á.

Sjáið væntanlega þarna ótvíræða kosti þess að búa í Sverige og áttið ykkur á því að ég er EKKI á leiðinni heim í fæðingarorlofinu. :) Tek samt á móti gestum *blikkblikk*... hvenær sem er frá október 05 - mars 06 :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home