Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

22 mars 2005

Feluleikur í sónarnum

Hjartað slær, allir útlimir til staðar og með naflastrenginn milli fótanna ! Þannig sýndi bingóbaunin sig í sónarnum í morgun hjá ljósmóðurinni. Svo lá það líka í svo skríngilegri stellingu (ljósm. sagði að það væri bara svona morgunvært) að ég var látin standa á fætur og hrista mig til að fá það til að skipta um stellingu og sýna sig betur.
Samkvæmt höfuð og leggjastærð krílisins var meðgöngulengd seinkað um nákvæmlega 1 viku þannig að nýji áætlaði fæðingardagurinn er 27. ágúst og erum við því á 18. viku eða "17+2".
Við fengum útprentaða mynd úr sónarnum (sem ég lofa að skanna inn fljótlega og sýna ykkur) þarsem baunin sést sjúga á sér puttann.... ferlega skrýtið að það sé hægt að sjá svona nákvæmlega inní líkamann á manni !?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home