Fyrsta barnavagnaferðin
Loksins loksins gátum við drifið okkur út í smá göngutúr með litla peðið í vagni. Búið að vera svo fallegt vetrarveður undanfarnar vikur og ferlega súrt að hanga inni allan liðlangan daginn. Ástæðan hefur verið barnavagnaleysi en í gærkvöldi leystum við einfaldlega málið, keyptum notaðan vagn á Blocket og þurfum þá ekki lengur að pirra okkur á hversu svifaseinir DHL eru.
Valtýr brást annars voða vel við þessu nýja svefnplássi sínu. Var sofnaður í lyftunni á leiðinni niður og rumskaði ekki einusinni þar sem vagninn skoppaði um í snjófærðinni. Við létum okkur nægja lítinn hring svona til að byrja með en eigum örugglega eftir að ná að grandskoða nærliggjandi göngustíga á komandi mánuðum. Hlakka bara mest til að fá vorið beint í æð ! ;)
1 Comments:
það verður gamannað fáð kom með í göngutúr ínæstu viku
amma Þv
By
Nafnlaus, at 10:53 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home