Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

11 febrúar 2010

Tveir gullmolar

 

Ein vinsælasta spurning sem brennur á vörum vina og vandamanna þegar innt er eftir fréttum af okkur nýstækkuðu fjölskyldunni er "hvernig tekur Hilmir svo bróður sínum?".
Svarið er; með miklum kærleika og forvitni.

Miðað við pínulitla og viðkvæma litla einstaklingin virðist Hilmir stór og klaufalegur. Það þarf mikið að minna hann á að fara varlega og passa hvar hann er með olnboga og hné... þetta minnir dálítið á karakterinn Lenny í myndinni "Of Mice and Men".. ("Eeeeaassy there Lenny"). Hann vill bæði knúsa, kyssa og klappa í heitfengum kærleiksbrima að það er stundum erfitt að ráða við það enda er hann nú bara 4 ára þessi stóri stóri bróðir :)

En allt kemur þetta frá góðum stað og stóru hjarta sem á örugglega eftir að reynast þessari litlu veru vel í framtíðinni.
Posted by Picasa

1 Comments:

  • Þeir eru sætir og fínir báðir tveir
    AmmaÞv

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:15 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home