Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

12 febrúar 2010

Þyngdaraukningar

Velmegunarmæling á ungabörnum er fyrst og fremst mæld í grömmum. Þyngdargrömmum. Þetta erum við einstaklega meðvituð um eftir að hafa komið Hilmi á legg með tilheyrandi áhyggjum, þurrmjólkurábótum og snemmbúnu grautarsulli vegna lítillrar þyngdaraukningar.

Valtýr byrjar allavega á öðrum tónstiga en bróðirinn. Fyrir það fyrsta var hann þyngri við fæðingu og svo núna viku síðar er hann búin að ná upp fæðingarþyngdinni og heilum 100 grömmum betur en það ! 4.180 gr mældist hann hjá ungbarnahjúkkunni sem kom í heimsókn til okkar í dag. Hún staðfesti líka hversu óskaplega fallegur og fínn hann væri... ekkert að efast um semsagt ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home