Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

14 febrúar 2010

Upprennandi burðarpokabarn ?

 

Hafandi reynsluna af því að hafa margnotað og ofnotað BabyBjörn burðarbeisli ákváðum við í þetta skiptið að prófa einhvað annað. Í burðarpoka/sjala frumskóginum eru til endalausir valmöguleikar og ákváðum við að prófa þetta einfalda Tri-Cotti teygjusjal sem er algjörlega imba- og aulahelt. Bara svippa því á sig og troða krakkanum inní. Og þar býr hann einsog lirfa í eggi... eða barn í móðurkviði réttara sagt ;) Frammað tveggja mánaða aldri verður þetta eina stellingin sem er í boði (sjá mynd). Sjáum til hversu lengi þetta verður vinsælt...
Posted by Picasa

2 Comments:

  • æh hvað þetta virkar eitthvað notarlegt :) -sara mósyss

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:03 e.h.  

  • Oh, var að skoða síðustu færslur og drengurinn er algjör englabossi. Vildi óska að ég gæti litið við hjá ykkur (honum ;=) og knúsað ykkur (hann ;=) Jeddúddamía segi ég bara! Til hamingju, þú hefur eignast sætasta snúð í heimi, það er hér með staðfest, ef þið voruð í einhverjum vafa sem ég efa stórlega ! Ánægjulegt að sjá að hann bætir á sig og dafnar vel. Vona líka að hann sofi eins og steinn á milli þess sem hann svolgrar í sig móðurmjólkina. "Präktbebis". Bestu kveðjur og knús frá Írisi

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:11 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home