Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

05 febrúar 2010

Dagurinn í dag ?!

Það þýðir víst ekki að gera einhverja undantekningu á reglunni varðandi komu litla bróður. Síðasta bloggfærslan hingað inn áður en Hilmir kom í heiminn var til að láta vita af stöðu mála og væntanlegri ferð uppá fæðingardeild.
Og nú er komið að því enn á ný !
Fékk sterkari verki uppúr kl 2 í gærdag en skráði það bara sem fyrirvaraverki enda voru þeir bara á klukkutíma fresti. Frá kl 20 fóru þeir að vera reglulegir á korters fresti og frá 02.30 á tíu mínútna fresti. Profylaxöndunin er alveg að hjálpa til og það er ekkert stress á okkur að fara uppá fæðingardeild strax.
Hilmir vaknaði eldsnemma og skreið uppí til okkar. Var ekki alveg að fatta hvað ég væri alltaf einhvað að blása og pústa svona en varð voða kátur þegar hann fékk að heyra að líklega væri það í dag sem litlibróðir kæmi í heiminn. Ingó fór svo með hann á leikskólann og hann veit að langlíklegast verður hann sóttur og fær að gista hjá nágrönnum okkar og vinum þeim Ólöfu og Atla.

Svo hér sitjum við hjúin og teljum mínúturnar á milli verkja. Bætum reglulega á orkuforðann, glápum á sjónvarpið og ég reyni að hvíla mig sem mest ég má þessar dýrmætu mínútur sem ég fæ inná milli.

Getum vonandi deilt með ykkur fréttum og myndum von bráðar. Fylgist með ;)

1 Comments:

  • Góður dagur! :) Gísli var búinn að spá fyrir þessum degi :) hlökkum til að heyra frá ykkur!
    kv. Sara og Thelma Hrönn (STÓRA frænka!) ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:27 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home