Tannálfur
Ókei... við höfum heyrt þetta með "engin börn eru eins" og vissulega eru þeir ólíkir í skapgerð bræðurnir Hilmir og Valtýr. En líkamlega furðu líkir ! Sannaðist í morgun þegar ég var að leyfa Valtý að naga handakjúkurnar á mér... og einhvað fannst mér neðri gómurinn öðruvísi áferðar en venjulega. Sótti skeið og það klíngdi í hægri framtönninni hjá honum sem er á leiðinni upp.
Ekki nema furða að greyið sé búin að vera skapvondur uppá síðkastið. Ekki nóg með að eyrnabólga skuli hrella hann heldur líka tennur á leið.
Og nú að bræðratvífaraskemmtiatriðinu:
Hilmir fékk sína fyrstu tönn 5 mánaða og 10 daga gamall
Valtýr fékk sína fyrstu tönn 5 mánaða og 11 daga gamall
Furðulegt ?
Ekki nema furða að greyið sé búin að vera skapvondur uppá síðkastið. Ekki nóg með að eyrnabólga skuli hrella hann heldur líka tennur á leið.
Og nú að bræðratvífaraskemmtiatriðinu:
Hilmir fékk sína fyrstu tönn 5 mánaða og 10 daga gamall
Valtýr fékk sína fyrstu tönn 5 mánaða og 11 daga gamall
Furðulegt ?
1 Comments:
Til hamingju með tönnsluna :) Ótrúlega fullorðins þegar maður er kominn með svona tennur :D
- Sara
By
Sara, at 5:32 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home