Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

07 júlí 2010

Valtýr 5 mánaða



Þessi stúfur (sjá mynd) varð 5 mánaða gamall í vikunni. Fór af því tilefni og fyllti á birgðir líkamans af bólusetningslyfjum, eitt í hvort lærið, og fékk alveg herfilega mikinn hita og slappleika eftir það. Greyið litla varð eins og ungabarn á ný, hélt vart höfði og kveinkaði sér yfir öllu. Vildi bara liggja í foreldrafangi. Fékk Alvedon til skiptis í báða enda líkamans. Núna sólarhring síðar er þetta vonandi bara yfirstaðið.

En nú að rapporteringu.
Það sem Valtý, 5 mánaða, finnst skemmtilegt að gera:
- láta brosa til sín
- láta horfa á sig.. því þá gleðst hann voðalega og fer samstundis í gott skap
- láta hlægja með sér, hlær með og skríkir jafnvel (sjá mynd)
- fá að laumuprófa göngugrindina sem hann fær eiginlega ekki að vera í því hann er rétt svo orðin nógu sterkur í bakinu til að geta setið sjálfur í matarstól
- nudda gómnum uppvið hökuna á mömmu sinni, einlæg atlot sem enda oft í hláturskasti móðurinnar (lítur út einsog hann ætli að gleypa mann heila einsog anakonda... og byrji bara á hökunni)
- fá að borða ávaxtamauk hverskonar
- sitja hálfuppréttur í vagninum og skoða heiminn
- busla í baðkarinu (takmarkið er að tæma baðkarið með busli eingöngu)
- tala við Hilmi, horfa á Hilmi, "leika" við Hilmi (láta hann rétta sér einhvað)

Það sem Valtý finnst leiðinlegt að gera:
- láta leggja sig í daglúra þegar hann þykist ekki vera þreyttur
- liggja sekúndu of lengi á skiptiborðinu því þá fer hann að vilja snúa sér og það er ekki hægt þarna uppá
- láta klæða sig í eða úr fötum
- bíða eftir snuddunni þegar hann vill fá hana (og foreldrarnir finna hana ekki því hún er komin undir hann þarsem hann liggur og sefur)
- sitja í bílsætinu og bílinn stendur kjurr

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home