Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

11 júlí 2010

Þaulvanir foreldrar



Eftir 5 mánaða sprautuna fékk Valtýr hita (sjá fyrra innlegg) sem varði ekki bara kvöldstund eða yfir nótt heldur marga marga marga daga. 3 daga reyndar en okkur fannst þetta nú ekki alveg eðlilegt... svona miðað við aldur og fyrri störf.. okkar foreldranna það er að segja. Einhvað fannst okkur skuggalegt að drengurinn skyldi rjúka uppí nærri 40 stiga hita dag eftir dag.

Svo við tókum þá ákvörðun að fara á upprunastað Valtýs í heimi hér; Danderyd spítalann. Þar er neyðarmóttaka barnalækna sem okkur fannst fýsilegri kostur en að fara á Astrid Lindgren-barnadeildina á Karólínska sem vísaði okkur einusinni heim með fársjúkann Hilmirinn. Hnuss. Látum ekki svindla á okkur tvisvar, ónei !
Svo já þarna á Danderyds vorum við afgreidd af góðlátum ellismella barnalækni sem potaði pínu í Valtý og leit svo í eyrun þar sem staðfestur var grunur móðurinnar þaulreyndu; drengurinn með svæsna eyrnabólgu í vinstri eyra.

Eyrnabólgu. Fimm mánaða. Að sumri til. Okkur grunar Íslandsferðina.... Hmmmm....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home