Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

10 ágúst 2010

Síðustu og fyrstu dagar

Er að nálgast tímamót í lífi okkar ; þar sem Valtýr er orðin 6 mánaða gamall verða þáttaskil í ummönnun hans í næstu viku. Ingó fer í fæðingarorlof og ég að byrja að undirbúa lokahnykkinn í náminu. Alveg hreint ótrúlegt að hugsa til þess að ég sé búin að vera heima með hann í hálft ár og vel það. Tíminn hefur liðið einsog hendi hafi verið mis-kæruleysislega veifað.
Fyrsta vikan á þessu nýja tímabili verður dulítið sérstök því við höfum ákveðið að bæta aðeins við sumarfríið okkar og hafa "heimafrí" ! Hilmir tekur sér viku leikskólafrí og við ætlum að nýta tímann til að gera saman hluti sem ekki hafa náðst á heimavelli þetta árið; fara á Skansen, Gröna Lund og ef til vill í smá útsýnisbátsferð líka. Varla hægt að búa hér í á áttunda árið án þess að fara í alvöru útsýnisbáta- eða strætó ferð um borgina ?!

Annars er það í þroskafréttum af Valtý að hann er nú komin skrefi nær skriðtækninni. Getur núna rúllað sér í allar áttir og brölltir sér áfram með tánum (skýtur undir sig hnjánum svo rassinn stendur beint uppí loft) ef það er einhvað framundan sem honum langar virkilega í. Vantar bara uppá styrkinn í handleggjunum og þá er hann lagður af stað!
Hann nýtur þess í botn núna að vera í göngugrindinni sinni og uppáhalds leikstaðurinn í henni er inni hjá Hilmi. Þar nær hann í næstneðstu dótahilluna þar sem lögð hafa verið smábarnaheld leikföng sem hann fær að skoða/naga/sjúga/berja í einhvað. Hilmi finnst voða spennandi að hafa hann inni hjá sér og finnst nú loksins farið að nálgast aðeins að þeir geti "leikið saman". Sjáum til hvernig hljóðið verður í kallinum eftir nokkra mánuði í viðbót þegar tætingurinn fer í hámark ! ;)
Við kíkjum uppí góm á drengnum annanhvorn dag til að fá útskýringar á röflinu í honum. Hann nefnilega grætur sjaldan þessi litli úngi en nöldrar þeim mun meira. Oft með háværum röfltónum svo minnir á alþingisumræður. En þetta gætu svosum alveg eins verið raddæfingar hjá herranum. Háværar eru þær allavega. Helga amman spáir því að hann verði söngvari. Við spáum áframhaldandi röfli....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home