Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

23 júlí 2010

Strákar

Rakst á lítið ljóð í dag sem ég bara verð að stela, þýða og birta hér því mér finnst það eiga stórkostlega vel við minn eldri (biðst afsökunar ef þetta er hundléleg þýðing á einhverju þegar margbirtu);

Strákar eru til í mörgum stærðum og gerðum,
Þeir eru allstaðar; ofaná, undir, klifrandi á, hangandi í, hlaupandi um og hoppandi yfir.

Mæður elska þá, litlar stúlkur þola þá varla,
eldri systur og bræður þola þá rétt svo,
stóra fólkið lætur sem það sjái þá ekki, en sá á himnum verndar þá.

Strákur er sannleikurinn með svartan blett á nefinu,
gáfur með tyggjó í hárinu
og framtíðarvon með frosk í vasanum.

Strákur er töfrum búin vera - maður getur læst hann úti
úr handavinnuherberginu en ekki úr hjarta sér.

Og þegar maður kemur heim á kvöldin
örþreytt með einungis brotin af framtíðardraumunum afgangs
þá lagar hann það með þessum tveim töfraorðum;

Hæ mamma !!

1 Comments:

  • Fallegt ljóð og svoo viðeigandi;-)

    strákaammaþv

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:24 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home