Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

25 ágúst 2010

Valtýr á viktinni

Fór með Valtýr í 6 mánaða læknisskoðunina í dag. Hann er nátturulega löngu orðin 6 mánaða... og fer að styttast í 7 mánaða daginn... en vegna sumarfría þá varð svo úr.

Drengurinn er orðin rétt rúmlega 9 kg og um 70 cm. Fylgir sinni kúrvu alveg einsog línuritið segir til um. Og að sjálfsögðu stóðst hann öll þroskapróf; færa dót milli handa sér, brosa og hlægja, ásamt staðfestingu á að hann gæti bæðið setið og snúið sér liggjandi sjálfur.

Og tala ! Jájá, hann talar alveg helling. Eða.. "talar" (með gæsalöppum). Þessa dagana er það mikið "mamamamamama". Eitt heljarinnar mömmuákall. Eða bara hann að æfa sig á hljóðum. En að sjálfsögðu hlýnar mömmuhjartað sérstaklega við þessi áköll. Velgist svo örlítið aftur þegar ENGIN nema ég má svæfa hann eða halda á honum. Teygir út litlu handleggina sína og krefst þess að koma til mín. Ekkasog í hálsakot þegar hann kemst á áfangastað og vill helst sofna með svokallaðri handayfirlagningu þar sem hann vill láta höndina mína liggja yfir öllu andlitinu sínu. Fallegt og eðlilegt en pínulítið þreytandi til lengdar. Sérstaklega þegar það er Ingó sem er komin á fæðingarorlofs-vaktina og er nú umsjónaraðili númer eitt ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home