Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

17 ágúst 2010

Skansendagur





Við ákváðum að byrja "heimavikuna" okkar með stæl og skelltum okkur á sólríkum mánudagsmorgni útá Skansen. Þar beið okkar hádegisverðarhlaðborð, apar, birnir og ugglur. Ekki slæmt það !

Verð að taka fram að á hádegisverðarhlaðborðinu voru nú engin dýr annað en þau venjulegu sem finna má í áleggi og kjötbollum... býsna gott og ekki var nú veitingastaðurinn af verri gerðinni. Þar sem við sátum og nutum matarins í fallegu umhverfi með alveg æðislegt útsýni áttuðum við okkur á því að þetta væri fyrsta alvöru veitingahúsaferð Valtýs. Hann hagaði sér alveg óhemju vel einsog vera ber þegar maður er vel upp alin 6 mánaða gaur. Japlaði á brauðsneið, lék sér að dóti, nöldraði örlítið þartil hann fékk nýja bleyju og pelasjúss.. og sofnaði svo súpersáttur í vagninum sínum meðan við hin gæddum okkur á eftirréttum.

Svo rölltum við um og skoðuðum dýrin sem flestöll voru frekar löt við að láta sjá sig. Selirnir voru í feluleik, birnirnir sváfu á sínu græna, ugglan snéri baki í mannfólkið... og svo framvegis. En samt höfðum við nú ánægju af enda margt annað að sjá á leiðinni. Hápúnkturinn var nú samt apahúsið. Þar getur maður gengið í gegnum lemúrabúrið og fengið að sjá þá MJÖG nálægt enda eru þetta forvitnir apar með meiru. Ég gekk þarna á eftir Hilmi og endurtók þúsund sinnum það sem staðið hafði á skiltinu á leiðinni inn; "ekki snerta!, ekki snerta!". Frekar erfitt því það er svooo freistandi að rétta fram höndina og taka þessa krúttlegu litlu lemúra í fangið. En við höfðum hemil á okkur.. bæði tvö ;)

















2 Comments:

  • Gaman að sjá ykkur skemmta ykkur vel saman.
    Og strákarnir eru alltaf jafn flottir;-)

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:20 e.h.  

  • AmmaÞv

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:21 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home