
Sáum okkur tilneydd að fara aðeins út fyrir hússins dyr eftir margra daga inniveru (vegna veikinda Hilmis). Vorum frelsinu fegin og þá mest guttinn sem naut þess að vera á táslunum í góða veðrinu. Eiginlega er það of gott núna... 26 stig er varla Íslendingum bjóðandi... nema maður sé í skugga.
Á myndinni sést Hilmir grandskoða það sem honum var boðið uppá í lautarferð þessari; ávaxtamauksgrautur í krukku, ferskja sem hann fékk að naga sjálfur og svo ískallt vatn.
1 Comments:
Pant fara með Hilmi í Pikk-nikk þegar ég kem í heimsókn til Stockhólms hefur bara nokkrar vikur!
Kram,
Emilía Þórný
By
Nafnlaus, at 7:02 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home