Cykla




Nýr Lance Armstrong er í uppsiglingu hjá okkur foreldrum Hilmis og stefnum við á að hann hjóli Tour d´France árið 2033. Æfingarbúðirnar hófust í dag með því að venja hann við reiðhjólið með því að ferja hann um í sínum eigin hjólastól aftaná hjá pabba sínum.
Honum líkaði svo vel að hann fór að kjökra þegar Ingó reiddi hjólið (og Hilmi á því) inn aftur eftir að hafa hjólað nokkra hringi í hverfinu.
Erum ánægð með drenginn okkar og stefnum á fína hjólatúra með hann aftaná í sumar.
Hjálmurinn er náttlega líka extra flottur ;)
3 Comments:
Jæks! hvað maður er sætur í "hjólastólnum" og með hjálm. Þvílíkur gæi!
By
Nafnlaus, at 6:53 e.h.
Gleymdi að skrifa undir síðasta komment:
Kram,
Íris
By
Nafnlaus, at 6:54 e.h.
Nice colors. Keep up the good work. thnx!
»
By
Nafnlaus, at 4:41 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home