Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

04 júní 2006

Komin af stað... með stuðning

Allt fínt af okkur Sandhamnsgötufólkinu að frétta. Ingó farin að vinna aftur eftir þriggja mánaða (fyrri part) fæðingarorlofs síns og ég tekin við næsta 1 1/2 mánuðinn. Við vorum fljót að skapa okkur nýja rútínu ég og Hilmir, förum eitthvað út strax eftir hádegismatinn í gönguferð, strætóferð.. einhvert á vit ævintýra.. (búðarráp, kaffihúsaráp, opni leikskskólinn).
Prófaði á föstudaginn að snúa vagninum við, þ.e. þannig að hann snúi í akstursstefnu og Hilmir fái allra herlegheitana sem við erum að ganga á móti notið. Hann var nefnilega farin að hálf hanga úr vagninum og snúa sér hálfa leið afturábak til að sjá hvert við værum að fara ! Núna situr hann pollrólegur og afslappaður ... heyrist varla í honum.... stend mig oft að því að kíkja oní vagn til að tékka hvort hann sé ekki örugglega ennþá á sínum stað ;)

Í göngumálunum er það að frétta að hann er farin að labba um með litla vagninn sinn. Var orðin ansi lúnkinn í að ýta á undan sér stólum og ryksugunni þannig að við buðum honum að nota vagninn (hingað til hafði hann ekki verið nógu stöðugur sjálfur til að geta nýtt sér hann) og helduru ekki bara að hann hafi hlaupið af stað með vagninum ! Ekkert smá fyndið að sjá það og okkur næstum hálf brá. Þvílíka stuðið hjá drengsa að vera komin á svona fína ferð !

1 Comments:

  • This site is one of the best I have ever seen, wish I had one like this.
    »

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:41 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home