Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

11 maí 2006

Spurning dagsins

Spurning og getraun dagsins er:
Hvenær verður Hilmir farinn að ganga ?
Vegleg verðlaun í boði (matarboð, blómvöndur, innrömmuð mynd af Hilmi að taka fyrstu skrefin og að sjálfsögðu heiðurinn af því að hafa gískað rétt).
Á tæplega tveim vikum er hann búin að ná tökum á eftirfarandi;
- standa stöðugur í báða fætur
- standa flötum fótum (engir ballerínutaktar lengur með því að standa á tánum)
- reisa sig upp sjálfur
- setjast niður sjálfur
- standa/sitja á hnjánum
og svo nýjasta nýtt....
- ganga meðfram ! Réttir meira að segja oft út hendina til að biðja mann að hjálpa sér að komast þangað sem honum langar.

Þetta þykir okkur ótrúlegt þroskastökk og bíðum ofurspennt að sjá hverju hann tekur uppá næst.... ætli hann verði farin að ganga eftir mánuð ? tvo mánuði ? tvær vikur ?
Make your lucky guess !!

4 Comments:

  • Ú-ú-ú-keppni! :)
    Ég veit að það er svoldið í það, en ég ætla að giska á eins árs afmælisdaginn (bara vegna þess að þá byrjaði ég að labba!)
    kv., Sandra

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:42 e.h.  

  • Langar að vera með líka! Ég segi 2 mánuðir!

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:33 f.h.  

  • Hilmir er undrabarn svo að ég segi 10 mánaða

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:49 f.h.  

  • Ég giska á að fyrstu stuðningslausu skrefin verði tekin þann 17.júní í tilefni af Þjóðhátíðardegi Íslendinga!!!

    By Blogger Kristína, at 4:31 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home