Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

16 maí 2006

Breytt dagsskipulag

Erum að breyta dagsskipulaginu hjá Hilmi í takt við aukin þroska, þörf til að vera vakandi lengur í einu, borða öðruvísi o.sfrv.
Fyrir það fyrsta þá neitaði hann að borða graut á kvöldin. Var orðin algjör barningur og oft þurftum við bæði að leika, syngja og dansa til að hann héldist við að borða þetta grautarsull. Ákváðum þessvegna að gefa honum bara brauðsneið og ávöxt í "kaffitímanum" og að hann fengi svo kvöldmatinn sinn um leið og við um 6-7 leytið. Fúnkerar glimrandi og allir ánægðir með sitt. Sefur alveg jafn langan nætursvefn og við þessvegna bara fegin þessari breytingu.
Það næsta var að fá hann til að sofa 2 langa lúra yfir daginn í staðinn fyrir 3 mis-stutta. Komumst að því að ef við bjóðum honum að leggja sig inní hjónarúmi þá sefur hann miklu lengur en útí vagni. Fer augljóslega betur um hann þar en úti í hitanum og kannski líka látunum af bílum/fuglum/fólki.
Það þriðja er ennþá í vinnslu..... brjóstagjöfin.... þegar stráksi er farin að narta þá er komin tími til að hætta ;)

1 Comments:

  • I love your website. It has a lot of great pictures and is very informative.
    »

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:41 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home