Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

30 október 2006

Basta í bústaðnum

Posted by Picasa
Posted by Picasa
Helginni var eytt ásamt Georg, Hrönn og Eika í nágrenni Malmköpings í gömlum bóndabæ sem búið var að breyta í bústað. Fengum prýðisveður; skítskítkalt en stillt og fallegt. Þeir Eiki og Hilmir voru gallaðir upp og sendir útí sandkassa snemma á laugardagsmorgni. Þá voru þeir búnir að dunda sér við að snúa neðri hæð hússins á hvolf og reyndu meira að segja að strjúka í burtu meðan pabbarnir sátu og drukku morgunkaffið ! Hurðahúnarnir voru nebblega passlega lágir í húsinu svo þetta var aðalsport helgarinnar... opna, loka, opna loka....
Um kvöldið voru guttarnir svo sendir í bastu (gufubað) til að hita kroppana fyrir svefninn. Klukkunni var nefnilega breytt yfir á vetrartíma um helgina (færð aftur um 1 klst) þannig að það þurfti að halda þeim vakandi aðeins lengur til að freista þess að endurstilla þá ;) Virkaði fínt á Hilmi allavega, hann vaknaði á réttum tíma bæði á sunnudag og í morgun.
Við mægðin erum núna "ein heima" í heila viku. Ingó í London á vegum vinnunar. Skrýtið að vera svona tvö ein og Hilmir var duglegur að spyrja eftir pabba sínum í morgun..... verða eflaust fagnaðarfundir á laugardaginn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home