A walk down memory lane... in pictures !




Í dag fórum við í smá flashback ferð á Villa Söderås i brunch með Helguömmu og Hilminn. Þangað fórum við síðast í mars í fyrra... nánara tiltekið þegar ég var komin 3 mánuði á leið með Hilminn litla í rétt-nýfarin-að-birtast bumbukúlunni minni.
Það var næstum jafn óraunverulegt að vera þar þá ( var varla farin að átta mig á því að ég væri í alvöru ólétt!) einsog núna í dag að hlaupa á eftir Hilmi sem var í sínu besta skapi í haustsólinni útí guðsgrænni náttúrunni.... næstum 14 mánaða gamall gutti.
1 Comments:
Bið að heilsa nafnanum... pís át!
By
Nafnlaus, at 11:57 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home