Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

19 október 2006

Heimadagar

Hilmir átti heimadag með pabba sínum á þriðjudag og svo með múttunni sinni í gær. Ástæðan var veikindi/hiti enn eina ferðina. Voru víst 4 af deildinni hans heimavið í gær og fyrradag svo einhvað er að ganga á hópinn.
Veikindin virðst líka skerast einhvað inní tanntöku á tönn númer 12 því hann orgar uppúr svefni einsog stunginn grís.
Áttum nú samt voða góðan heimadag í gær ég og sá stutti... fórum aðeins útá róló (orðin hitalaus og vel dúðaður), sváfum svo laaaaangan hádegislúr (rúmir 2 tímar.... sefur bara 40 mín á leikskólanum!) og skruppum svo smá bæjarferð að kaupa nýjan smekk. Var nebblega komið gat á hinn smekkinn hans. Gerði algjör snillakaup í því að versla risasmekk af þessari gerð svo við losnum við að skipta um klæðnað á kappanum eftir hverja máltíð. Hann er nebblega ofursjálfstæður þessa dagana orðið og neitar að láta mata sig. Gott og vel.... bara ansi mikill hamagangur í honum stundum og maturinn vill oft enda á andliti, hári, fötum ,veggjum, gólfi og stól.... svo ekki sé talað um á okkur foreldrana !
Ég valdi græna litinn í búðinni enda fannst mér hann frísklegur og skemmtilegur (rautt, blátt og gult svo boring einhvað). Þegar við klæddum hann svo í múnderinguna í gær til að prufukeyra benti Ingó mér á að drengurinn liti út einsog skurðlæknir ! :)
Lofa mynd fljótlega......

1 Comments:

  • Þessi risasmekkir eru algjör snilld.Guðrún Laufey á einn í svona reyndar í leiðilegum rauðum lit! Hún var einmitt heima með hita í dag. Þau verða oft veik þegar þau byrja í dagvistun.

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:49 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home