Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

27 september 2006

All you need is love

Skrýtið þegar maður kemst að því að Hilmir á "vini" á leikskólanum. Mia var áður búin að benda mér á Erik sem er dáldið eldri strákur en Hilmir (gíska á svona 4-5 ára) og Hilmir hefur tekið ástfóstri við. Lítur upp til hans líkt og stórabróður og leitast til að leika við hann.... og Erik er voðalega ljúfur drengur sem er þolinmóður og góður við "litla barnið" hann Hilmi okkar. Leyfir honum að sitja í fanginu á sér niður stóru rennibrautin og svona....

Í morgun varð ég svo vitni að kram- och puss kalas (knúsa- og kossaveislu) þegar ég kom með Hilmi á leikskólann. Allir krakkarnir voru einhvað að bisast frammi í fatahengi þegar við löbbuðum inn og þau ruku á Hilmi með sænskum "Hiiiimmmliiiir" og Filippa litla stóðst ekki mátið að smella á hann einum vænum kossi beint á munninn. Hugo hjálpaði svo Hilmi á fætur aftur (hann varð svo overwhelmed að hann stóð ekki lengur í lappirnar) og reisti hann við með knúsi. Ég þurfti á endanum að taka upp Hilmi í fangið svo æstur barnamúgurinn myndi ekki bara kaffæra hann af væntumþykkju.

Hlýnar á manni mömmuhjartað að sjá þennan félagsskap á leikskólanum hans.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home