Why sleep when you can play ?


Á leikskóla er gaman... svo gaman að Hilmir tímir ekki að sofa meira en 40 mínútur í hádegislúrnum sínum. Virðist ekkert vera að skána heldur, svo til að hann endist út daginn þarf hann að taka sér hænublund á leiðinni heim.
Í dag var fyrsti "alvöru" leikskóladagurinn (innskólunin þarmeð formlega lokið) og þegar ég kom og sótti hann klukkan 4 var hann fjarrænn og með þreytustöru. Greyinu datt samt ekki í hug að nöldra eða væla því hann var alltof upptekin við að leika úti við hina krakkana. Rotaðist hinsvegar um leið og hann komst í vagninn og vissi að hann var á heimleið.
1 Comments:
Var aðeins að víkka blogg hringin..hope u don´t mind.. :)
Skil vel að guttinn vilji ekki missa af gleðinni. Svo kemur bráðum úlfatíminn milli 17 og 19...hann er áhugaverður.
kv
Berglm
By
Nafnlaus, at 5:43 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home