Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

30 ágúst 2006

Dagis-sögur (og starfsfólkið)

Hilmir á sinni annari innskólunarviku á leikskólanum. Fékk að prófa að sofa lúrinn sinn þar í fyrradag og það gekk ágætlega (eftir að hann var búin að rúlla sér á dýnunum hjá öllum krökkunum, prófa koddana þeirra og stela snuddunum), sofnaði þá og svaf í 40 mín. Næsta dag var aðeins auðveldara að sofna og þá svaf hann sinn venjulega 1 klst og korterslúr. Vaknar svo eldsprækur og vill leika meira.
Skilaði honum af mér í morgun og hann leit varla við til að kveðja.... tók bara beint á rás inn til hinna krakkana. Mamma hvað ? ;) Þarna var svo einhver annar strákur örlítið eldri sem var verið að innskóla, grét og grét með dudduna fasta uppí sér, hangandi dauðahaldi í pabba sínum.
Ekki Hilmir...oneee. Ekki enn allavega !

Það eru ákveðnir karakterar þarna á leikskólan sem við Ingó skemmtum okkur við að tala um og lýsa... lesendum þessa bloggs til ánægju og yndisauka verð ég að deila þessum lýsingum;
Mia er augljóslega eini almennilega faglærði leikskólakennarinn á staðnum. Hún er ljúf og góð, skynsöm og alúðleg kona á miðjum aldri. Hún veit hvað maður er að tala um þegar maður ber upp spurningar og hugleiðingar. Hún lætur börnin bíða þartil fullorðna fólkið er búið að tala og segir þeim þá að gjöra svo vel að bera fram spurningu sína. Mjög uppeldisfræðilegt allt saman. Hún er hárug mjög, svo hárug að ég held að hún hljóti að splæsa á sig laserfjarlægingaraðgerðir fljótlega. Sem betur fer eru hárin ljós þannig að það er minna áberandi.
ClairY (við höfum ekki hugmynd um hvernig á að bera nafnið fram eða skrifa það) er sterastubbalína á mínum aldri. Þriggja barna móðir. Hefur enga félagslega foreldratakta og stuðar okkur Ingó alveg hrikalega... sérstaklega mig. Tók ábyggilega starfið afþví það er svo nálægt æfingastöð. Fer örugglega beint eftir vinnu að lyfta. Brjóstalaus með öllu og tekur definetly bekkpressu í +100.
Manuel (a.k.a Manny the Nanny) er sterastubbur á svipuðum aldri og stubbalínan. Krulluð augnhár mjög. Segir fátt. Veit ekki afhverju hann er að vinna þarna (nálægð við æfingastöð) ? Tekur ábyggilega börnin í bekkpressu þegar engin sér til. Á ekki snýtutissjú í vasanum á stuttbuxunum sínum. Vakna engar "awww en sætt" tilfinningar hjá mér þegar ég sé hann moka með genginu í sandkassanum. Hann býður bara hreinlega ekki uppá það. Á bara einn andlitssvip að bjóða uppá.
Svarta konan. Veit ekki hvað hún heitir. Segir ennþá færra en Manny the nanny. (mállaus ?) Afleysingarmanneskja. Fer fljótlega og við þurfum þessvegna ekki að tengjast henni tilfinningarböndum eða komast að nafninu. Á miðjum aldri. Börnin hópast að henni við rennibrautina. Ábyggilega blíð og góð.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home