Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

18 febrúar 2010

Snuddan samþykkt

 

Hann Valtýr var á góðri leið með að koma sér uppá lagið með að nota mig sem snuð. Ekkert að því svosem þar sem það örvar brjóstagjöfina og allt það en þegar nætursvefninn skerðist niður í nánast ekki neitt því að lítil vera vill vera með einhvað uppí sér (og það ekki til að nærast!)... þá var mér hætt að lítast á blikuna.
Svo eftir skylduferðina í ungbarnaeftirlitið í gær þar sem staðfest var að kappinn litli væri búin að þyngjast vel og vandlega undanfarna dagana ákváðum við að byrja dudduþjálfunina samdægurs.

Og hann tók í fyrsta ! Trúði því varla sjálf en svoleiðis súpersáttur Valtýr sem lá í fanginu á mér og malaði með silkisílikontúttuna uppí sér (sjá mynd). Nóttin var líka töluvert betri en þær undanförnu. Bara tvisvar sem ég þurfti að svara kalli til næringar og restina tók duddan að sér ;)
Posted by Picasa

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home