Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

17 september 2010

Tennur koma og fara...

Eins og vitað er fékk Valtýr sínar fyrstu 2 tennur hér fyrir allmörgum vikum síðan. Hinar hafa ekkert skotið upp kollinum en við bíðum spennt eftir framhaldi á tanngarðamyndun drengsins.

Hinsvegar er hægt að bera fréttir af tann-leysi Hilmis. Eða það er að segja... verðandi tannleysi hans því enn situr tönnin fast. En honum til mikillrar gleði og ánægju situr ein af framtönnum neðri góms laus. Svo laus að hann getur "vickad" (hreyft fram og aftur) hana. Þetta finnst honum mjög merkilegt því núverandi bästisinn (besti vinurinn) hans á leikskólanum hann W er búin að missa næstum allar framtennur í bæði efri og neðri góm sem þykir mjöööög eftirsóknar og aðdáunarvert.
Við höfum að sjálfsögðu frætt hann um tilveru tannálfsins sem ætlar að borga honum fyrir tönnina þegar þar að kemur. Og fyrir peninginn er Hilmir fastákveðin að kaupa sér hund. Sko... vélmennahund sem getur komið í stað alvöru hunds þartil við getum fest kaup á slíku eintaki (eee... tímasetning algjörlega óákveðin).

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home