Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

17 nóvember 2010

Fyrstu skrefin !

Valtýr getur ekki skriðið á eðlilegan hátt. Dregur sig áfram á maganum og virðist ekki fatta að setja undir sig hnén. En að sjálfsögðu vill hann komast áfram og því hefur hann verið alveg ótrúlega duglegur við að koma sér um standandi á afturfótunum einsog við mannfólkið í kringum hann.
Löngu farin að labba meðfram húsgögnum heimilisins og lætur sér nægja að halda í okkur með annari hendinni þegar á að leiða hann um íbúðina. Voða góður með sig og öruggur. Við höfum meira að segja geta haft ofanaf fyrir honum með því að búa til þrautabraut (raða stólum saman) svo hann geti komið sér frá einum enda herbergisins til annars.

Í dag, 17. nóvember kl 14 að staðartíma tók Valtýr sín fyrstu óstuddu skref. Hann var að skoða fjarstýringu á borðinu og vildi komast til mín þar sem ég sat á gólfinu rétt hjá honum. Ég sá að hann reiknaði út hvort hann næði til mín án þess að þurfa annaðhvort að kasta sér yfir til mín eða biðja um hendina (sem hann er annars duglegur að gera, réttir fram litlu búttuðu puttana sína og segir ákveðinni röddu "ah ah!"). Svo bara snéri hann sér á hæli og tók tvö skref til mín. Ætlaði varla að trúa þessu ! Stuttu seinna lét ég hann á gólfið og sleppti og hann endurtók tveggja skrefa gönguna að nærsta húsgangi.

Valtýr er þar með algjörlega búin að sprengja viðmiðunarskalann sem við erum með á þeim bræðrum. Í dag er hann tæplega 9,5 mánaða. Hilmir tók sín fyrstu skref 11 mánaða og gekk öruggur rétt um mánuði seinna.
Svo nú bíðum við spennt !

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home