Haustganga
Í dag kom loks sá dagur. Hittumst kl 10 í morgun og spásseruðum saman úti nærliggjandi skóg þar sem þau vissu af eldstæði sem hægt væri að nota. Þar var hoggin niður eldiviður á staðnum (já, þau voru með öxi í töskunni sinni) og kveikt upp í (já, þau kunnu svoleiðis).
Á eldinn var svo lögð heljarinnar panna (sem þau höfðu gert sér lítið fyrir og borið útí skóginn) þar sem steiktar voru pylsur, bakað brauð (já þau komu með deig) og í desert boðið uppá nýbakaðar krabbelurer-pönnsur velltar uppúr sykri (já.. þau stóðu fyrir því líka).
Krakkarnir fengu að rúlla, hlaupa og hoppa í skóginum og fylla svo mallakúta af mat. Þrem klukkustundum síðar vorum við komin aftur í menninguna leirug uppfyrir haus og hæstánægð. Frábær dagur sem við ætlum pottþétt að endurtaka næst þegar verður komin almennilegur snjór. Þá er stefnt á 10 km göngu og grill :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home