Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

26 september 2010

In the army now ?


Hann "farbror Henke" er á leið að gæta friðs og sveita í Kosovo á vegum sænska hersins. Því til heiðurs var boðið til heimsóknardags hjá Livgardet í Kungsängen og að sjálfsögðu rúlluðum við þangað bíl, börnum og buru.

Herinn tók vel á móti okkur. Var boðið til fræðslufyrirlesturs (sjá mynd af Valtý kampakátur að hlusta á æsispennandi Kosovoupplýsingar), fengum smá sýningu á störfum hervaktar við vegatálma, hádegismat og að lokum fengu krakkarnir að klappa og klifra á bryndrekum. Óheyrilega gaman allt saman. Sérstaklega fyrir Hilminn sem nú hefur fengið sönnun fyrir því að Henke sé "alvöru" hermaður.



Hilmir og Henke. Hilmi var boðið að máta allan búninginn en lét sér nægja höfuðfatið ;)



Posted by Picasa

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home