
Valtýr er búin að ná tökum á smajlinu. Þessu sem á eftir að bræða jafnt mæður sem dætur þeirra. Á eftir að fá mann að gefa honum ís á miðjum mánudegi, fyrirgefa sér fyrir að vekja mann kl 5 á morgnana og lána sér bílinn til að fara á rúntinn.
Hann er annars að skríða í 8 mánaða markið. Og ekki enn farin að skríða. Of upptekin við að standa. Standa. Og standa.
Við spáum því jafnvel að hann láti skriðið bara framhjá sér fara. Spennó.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home