Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

10 desember 2010

Jól nálgast


Svona gekk jólamyndatakan á þessu heimili. Náðum þó nokkrum ágætum myndum sem lentu á jólakorti ársins en oftast leit það svona út (sjá mynd). Valtýr að krafsa í stóra bróður sinn og berjast um og Hilmir að skellihlægja og reyna að halda honum föstum. Semsagt mikið af hreyfðum myndum...
Klassískt !
Árið fer að verða búið og þar með fæðingarorlof föðursins. Ég komst inn í áframhaldandi nám sem verður frammað sumri svo Valtýs bíður leikskóladvöl nokkra daga í viku. Hann byrjar þar 25. janúar og svo er bara að sjá til hvernig honum líkar viðveran á Kotten, sömu deild og Hilmir var á fyrir 3 árum síðan.
Finnst hann samt engan vegin jafn "fullorðin" og þegar Hilmir byrjaði sína leikskóladvöl á sama aldri. Valtýr er líka meira mömmudýr og gengur ekki mörg skref í burtu frá manni án þess að líta um öxl sér og biðja mann að elta sig.

2 Comments:

  • óh mér finnst þetta vera SVO sæt mynd af þeim bræðrum! finnst einmitt svo skemmtilegt hvað hún innileg eitthvað :)
    Til hamingju með áframhaldandi nám og leikskólastrák! Viss um að bæði eigi eftir að ganga eins og í sögu :) ótrúlega fullorðins ;)

    By Anonymous Sara, at 2:00 e.h.  

  • Ótrúlega myndarlegir bræður eins og þeir eiga kyn til. Bestu kveðjur hérna frá okkur öllum. Við skelltum loksins inn einnu færslu á bloggið okkar...komið rúmt ár frá síðustu færslu, hömm hömm :-)

    By Blogger Iris og Oli, at 11:02 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home