Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

21 ágúst 2006

Leikskólabarnið Hilmir

Merkisdagur nr 2 (strax á eftir afmælisdeginum) er afstaðin.... leikskóladagurinn mikli.
Í dag hófst semsagt "invänjing" (aðlögun) í leikskólanum hans Hilmirs. Klukkan 9.30 mættu þeir feðgar hýrir á brá í Olympen ásamt fleiri börnum á ýmsum aldri. Þarna fékk Hilmir að leika sér að hjartans lyst í heilan klukkutíma. Leit varla á pabba sinn meðan á þessu stóð enda höfðu leikskóladömurnar orð á því hversu öruggur og ánægður hann virtist vera. Strax á morgun verður ýtt á bensíngjöfina og Ingó verður látin bíða eftir honum í öðru herbergi. Hægt og rólega farið í þetta en við vonumst nú til að þetta gangi sem smurt. Í lok næstu viku er búist við að hann verði svo heilan leikskóladag frá 9-16.....

(tek fram að þessi mynd er ekki frá því í dag, mér fannst hann bara svo leikskólalegur í nýju pollabuxunum sínum sem hann fékk að skrýðast einn rigningardaginn í síðustu viku) Posted by Picasa

1 Comments:

  • Sæll félagi!

    Til hamingjuð með 1 árs afmælið þitt, það er sko ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða! :o)
    Svo ertu bara byrjaður á leiksóla líka, bara allt að gerast hjá þér!
    Vonandi eigum við svo eftir að hittast fljótlega og leika saman! :)

    Kveðja, Víðir Freyr.

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:29 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home