Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

07 janúar 2011

Valtýr 11 mánaða

Valtýr formlega orðin 11 mánaða og tveim dögum betur en svo. Hann gengur hér um gólf daginn út og inn, hverfur oft úr augnsjón smástund og kemur svo tillbaka jafnharðan. Skoðar sig um, athugar hversu langt hann getur farið sjálfur áður en það verður pínu scary. En er semsagt eiginlega alveg hættur að skríða nema í undantekningartilfellum.

Hann vill helst borða sjálfur og allra helst vill hann borða okkar mat. Er voða flínkur að nota gaffal og þverneitar að nota plastsmekk. Alltof babylegt !?

Valtýr bætti tveim glænýjum framtönnum í neðrigóm við tannasafnið svo nú er hann samtals með 8 tönnslur í munni sér. Enda farin að borða epli einsog ekkert sé.

Hann spjallar mikið. Mest óskiljanlegt en það má greina úr eftirfarandi; mamma, pabba, datt, dudda, tetta (þetta) og takk.

Hann sefur ennþá tvisvar á dag en ef nætursvefninn lengist örlítið og við förum seint á fætur nær hann að endast á bara einum dagslúr. Og oftast sefur hann úti í vagninum sínum sem fær að standa í svalahurðaopinu svo rétt hitastig fáist (hér er oft -15 gráður útivið).

Eftir 18 stutta daga byrjar svo Valtýr í leikskóla ! Japp. Skrýtið.. mest fyrir mig og litla mömmuhjartað mitt sem finnst hann svo ogguskonsuponsu lítill. En einhverstaðar verður litlibróðir að vera meðan pabbinn vinnur og mamman fer á fyrirlestra í skólanum. En eflaust blessast þetta nú allt saman. Hilmi fannst allavega voða gaman á leikskólanum þegar hann byrjaði á sama aldri, rauk inn á hverjum degi og maður átti í mesta bastli við að ná honum heim í lok dags ! ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home