Afmælisstrákurinn !
Valtýr Karl Stangeland orðin 1 árs. Heilt ár liðið síðan hann sá dagsljós í fyrsta sinn. Að sjálfsögðu var haldið uppá daginn hér í Kista. Bökuð vegleg barnvæn afmælisterta og einum gesti boðið í kaffi og meðþví. Meðfylgjandi mynd sýnir gestinn eina (Henke), Hilmi sem er nýbúin að blása á afmæliskertið (því Valtýr kann það ekki) og Valtýr að ná sér í bláber af afmælistertunni án þess að nota áhöld.
Við sungum að sjálfsögðu fyrir hann og svo fékk hann afmælisgjafir. Frá foreldrunum Little People flugvél, frá brósa sínum Little People lest (sem brósinn átti þegar hann var lítill) og frá Henke ársgjald í Stokkhólmsborgaríbúðarleigumiðluninni. Henke að tryggja það að drengurinn haldi sig í réttri stórborg þegar fram líða stundir !
1 Comments:
Hefð viljað vera með..og kakan flott ;-))
AmmaÞv
By
Nafnlaus, at 11:11 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home