Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

25 janúar 2011

Minnstasti leikskólastrákurinn okkar

Í dag var fyrsti leikskóladagurinn hans Valtýs. Verð að viðurkenna að sú lífsreynsla toppaði næstum því daginn sem við komum með Valtý heim af fæðingardeildinni ;) Finnst alveg óhemju stutt síðan ég sat inná sömu leikskóladeild, með sömu fóstrunni að gera sama hlutinn með Hilmi þegar hann var 2gja ára. Þá var hann að vísu búin að vera á hinum leikskólanum, niðri í bæ, frá 1 árs aldri. Aðlögunin var nú samt keimlík þessari í dag.

Og bara þessi minning. Að berjast við að fá Hilmi til að sofna í hvíldartímanum, sem hann vildi alls alls ekki heldur grét og vesenaðist sem mest hann mátti. En Valtýr sofnaði á innan við þrem mínútum án stærri vandræða svo ég gat læðst í burtu og fengið mér kaffibolla með hinum foreldrunum.
Að skipta svo um bleyju á stóra skiptiborðinu þar sem þeir báðir heillast af stjörnuóróanum í loftinu. Reyndu báðir að opna grindverkið sem lokar af deildina frá restinni af leikskólarýminu, án árangurs. Gleyma sér í öllu nýja dótinu, plokka niður allar myndir sem festar eru upp með kennaratyggjói og gúffa í sig hádegismatinn með bestu lyst. Fara svo heim sælir og ánægðir í lok dags. Leikskólastrákar á Igelbäcken.
Allt með þriggja ára millibili :D Er tíminn svona afstæður ?

1 Comments:

  • gott að allt gekk vel. Já svona er tíminn...mér finnst stundum að tíminn þjóti hjá og maður eins og margfaldast við að heyra svona sögur af barnabörnunum ;-)

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:47 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home