Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

20 janúar 2011

Verðandi skólastrákur !

Hér gefur á að líta Hilmi í væntanlega-verðandi skólanum sínum. Sá heitir Igelbäcksskolan og er hérna í hverfinu okkar. Steinkastsfjarlægð frá Igelbäcksförskolan sem hann er búin að dveljast á undanfarin 3 árin. Það var nefnilega boðið uppá heimsóknarkvöld í gær þar sem foreldrar og börn fengu að koma og kíkja á það sem væri í vændum. Börnin fengu að spreyta sig í allskonar föndri og þrautum, danshreyfingu og svo boðið uppá pulsur og djús.
Hilmi fannst þetta allt mjög spennandi og tók föndurverkefnið afskaplega alvarlega. Þarna sést hann vera að búa til hús úr þríhyrning ofl.

Hann er alsæll yfir tilhugsuninni að vera að fara í skóla. Á þarna eftir að hitta marga góða vini úr leikskólanum sínum sem byrjuðu í skólanum fyrir ári síðan.
Posted by Picasa

1 Comments:

  • stóri strákurinn!
    Ammaþv

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:21 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home