Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

07 apríl 2005

Meðgöngujógað byrjað...

Fyrsti meðgöngujógatíminn var í gær, var voðalega "meðvituð" um sjálfa mig og fannst ég náttlega vera sú eina sem ekki þekkti neinn OG vera með minnstu kúluna ;) Einhver ósjálfráð samanburðarviðbrögð sem fara í gang þegar 15 óléttum konum er safnað saman í þröngum sal... allar fóru að gjóa augum á hvor aðra og mæla hinar út. Auðvitað allt á jákvæðan og léttan hátt, með bros á vör og glaðlegt "hej!" svo mér leið nú alls ekki ílla þarna inni... not at all.
Þessi tími fór aðallega í að kynna það sem í vændum var (jógalega séð) og æfa öndun sem aðallega er gegnum nefið. Öndunarparturinn var fyrir mitt leyti pínu erfiður því ég er nýbyrjuð að jafna mig eftir svakalegt kvef þannig að nefgöngin voru ekki beint tilbúin að taka að sér súrefnisinntöku fyrir allan líkamann !
Var annars að lesa mér til um svokallaðar "Lamaze" öndunaræfingar í gær, fannst þær alveg meika sens og prófaði svona lauslega að anda einsog mælt var með um leið og ég las textann. Um leið og ég byrjaði fór Bingóbaunin á miljón inní mallanum mínum og um leið las ég textann "prófaðu endilega að gera æfingarnar, eflaust áttu eftir að finna fyrir barninu fara á kreik þegar byrjað er að anda á þennan hátt enda er verið að reyna á vöðvana sem umkringja legið". TELL ME ABOUT IT ! Augljóslega virkar þetta ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home