Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

23 apríl 2006

8 mánuðir og fullt búið að gerast

Posted by Picasa
Hilmir fagnaði 8 mánaða tímamótum sínum á Íslandi með ýmsum hætti, svo upp sé talið :
- komst svooo nálægt því að skríða... getur núna notað bæði hendur og fætur á "réttan" hátt en á bara eftir að tengja þetta tvennt og komast áfram (fer ofsa hratt afturábak!)
- fékk sér tvær tennur í viðbót; eina frammtönn í efrigóm og eina til hliðar í neðri. Á eftir að líta frekar skakkt út svona með samtals þrjár í neðri og aðeins eina í efri ;)
- fór að nota vísifingurinn til að fikta, pikka og pilla í stað þess að krafsa með allri hendinni. Benti líka í fyrsta sinn... og það á sjónvarpið !
- fattaði hvernig ætti að reisa sig frá liggjandi stöðu og upp í sitjandi
- var svæfður í fyrsta skipti af öðrum en mér eða Ingó. Við fórum nebblegast í leikhús og Ingibjörg amma svæfði og passaði. Hann tók þessu með jafnaðargeði og var jafn þægur að sofna einsog hjá okkur.
- eignaðist sér uppáhaldsmat. Það ku vera íslensk ýsa með soðnum kartöflum og smjéri. Getur étið það í massavís án þess að blikna.

Annars var Íslandsferðin rosa fín og Hilmir naut athyglinnar og allra "nýju" leikfangana innilega. Flugferðirnar báðar voru líka óvenju snuðrulausar. Flugfreyjurnar höfðu meira að segja orð á því hvað hann væri þægur ! Við Ingó erum nú bæði með próf í "skipta-á-kúkableyju-í-3000-feta-hæð-á-minnsta-klósetti-ever".

2 Comments:

  • Það verður örugglega gaman að fylgjast með honum á næstunni. Okkar reynsla er allavegana sú að Garpur tók stökk í þroska í ferðalögunum sem við fórum með hann í, og svo aftur afgerandi stórt stökk þegar hann var kominn heim og búinn að "melta" ferðalagið svolítið.

    Mér finnst mjög merkilegt að fylgjast með svona þroskastökkum, maður situr einhvernvegin bara á hliðarlínunni eins og illa gerður hlutur og hvetur sinn mann áfram!

    En rosalega er drengurinn ykkar duglegur!

    By Blogger Kristína, at 11:17 f.h.  

  • beautiful

    By Blogger NYC TAXI SHOTS, at 8:09 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home