Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

02 apríl 2006

Áskorun svarað

Ragga skoraði á mig.... fannst skemmtilegra að svara því hér á þessu bloggi heldur en á nýja uppskriftablogginu mínu (enda á ekki að vera neitt þar nema matar- og uppskriftaumræða ;)).

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina.
1. Rólóvöllurinn í Fossvogi. Var þar heilt sumar að EKKI róla börnum eða leika of mikið við þau... fóstrurnar tvær vildu ekki að börnin yrðu of háð því að láta hafa ofan af fyrir sér. Myndi skemma letilífið þeirra. Varð þessvegna mesta letisumar EVER hjá mér.
2. Verslunarstjóri í Vídeóhöllinni. Þegar maður er tvítugur nær maður að vinna 12 tíma á dag næstum alla daga vikunnar í 2 ár áður en maður verðu útbrenndur og leiðinlegur. Bíómyndafróðleikurinn er þó gríðarlegur fyrir vikið.
3. Sölumaður í heildverslun. Seljandi Schwarzkopf (hvar annars staðar gæti ég skrifað það án stafsetningarvillu?) í apótek, hárgreiðslustofur og kaupfélög. Entist þar í 3 mánuði áður en ég sótti um í núverandi starfi mínu.
4. Aðstoðarmanneskja og uppvaskari í eldhúsinu í Skíðaskálanum í Hveradölum. Æði.. .loved it... uppáhaldsstarfið mitt. Kynferðisleg áreitni í hámarki, lærði bönsj um matseld sem nú er mitt hjartans mál.

Fjórar kvikmyndir sem ég get horft á aftur og aftur.
1. Christmas Vacation... "Kids... don´t try this at home!"
2. Lord of the Rings trílógíuna einsog hún leggur sig
3. Top Gun, fór meira að segja á hana í bíó fyrir nokkrum árum síðan !
4. Station Agent..... feelgood mynd mínus Hollywood með sætum dverg í aðalhlutverki.

Fjórir staðir sem ég hef búið á.
1. Kollegí í Köben 5-8 ára. Í mínum huga var þetta gríðarstór íbúð. Veit betur núna. Varð stórasystir, fékk lús, kyssti strák inní geymslu, hélt tombólu með bestu vinkonunni sem bjó á hæðinni fyrir ofan, datt af hjólinu og fékk heilahristing, stakk puttanum í dularfullan poka á bensínstöðinni og fékk raflost, rændi nammi á bensínstöðinni með áðurnefndri vinkonu og komst upp með það.
2. Barónsstígur 78. Nýfædd og svo aftur eftir danmerkurdvölina til 12 ára. Óla langamma á efri hæðini, sérherbergi í fyrsta sinn, garður til að tjalda í ófáar nætur, minnsta eldhús í heimi, bar út Moggann, endalaus mínídúkkuleikur í neðstu hillunni inni hjá mér með Kristínu vinkonu og mamma að biðja mig að taka það til, hlaupabóla.
3. Haðaland 1. Hjá afa og ömmu eftir að uppúr sauð í kommúninni sem ég bjó í í 3 mánuði. Fór þangað slypp og snauð, skuldug og peningalaus. Fékk ró og næði til að vinna einsog brjálæðingur, djamma einsog enn meiri brjálæðingur og hlaupa af mér hornin. Tók mig 2 1/2 ár. Fann svo Ingóinn minn og fór að búa mér til alvöru heimili.
4. Lönguhlíð. Fyrsta alvöru heimilið mitt. Bara ég og Ingó. Æðisleg íbúð þarsem sólin steig réttu megin hússins og settist hinummegin. Áttum fá húsgögn en það var í lagi því leigusalarnir skildu eftir það sem okkur vantaði. Grétum næstum því yfir að flytja þaðan burt.

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum.
1. Portúgal. Djammferð ævinnar með Taby vinkonu. Drukkið á hverju kvöldi og legið í sólbaði á daginn. Ekkert nytsamlegt gert enda eiga svona ferðir ekki að vera þannig. Kynntumst allskyns ókunnugu fólki á ýmsum aldri. Bara gaman.
2. Þýskaland- Ítalía með Ingó. Fyrsta sumarfríið okkar. Degi of seint í flugið og lentum í vitlausri þýskri borg. Keyrðum Autobahn yfir allt Þýskaland á einum degi til að lenda á réttri áætlun. Feneyjar, Gardavatn, ófá gistihús með og án loftkælingu. Ég kann að lesa kort, Ingó að keyra. Fullt af upphafsminningum sambandsins sem varð að hjónabandi.
3. Amsterdam með Ingó. Rauðahverfið, "kaffihús" og hórur öskrandi "I do you both!!!".
4. New York með Ingó að heimsækja Ólöfu og Atla. Aldrei verslað jafn mikið á ævinni. Fórum ekki útá frelsisstyttu heldur notuðum tímann frekar að fara í fleiri búðir. Festumst í outletti fyrir utan bæinn og komum ekki heim fyrr en að ganga miðnætti... svo mikið var kaupæðið. Íslendingur í utlöndum hvað ?

Fjórar síður sem ég skoða daglega.
1.
www.familjeliv.se
2.
www.mbl.is
3.
www.barnaland.is
4.
www.island.se

Fjórar bækur sem ég les oft.
1. Birth and Beyond; from minus 9 months, plus 9. Uppflettirit um meðgöngu og fyrstu 9 mánuði í ævi barns.

2. Lord of the Rings... tek hana upp reglulega til að reyna að komast áfram... gefst svo upp eftir smástund... vil samt svo gjarnan !
3. og 4. Hinar ýmsustu uppskriftabækur, á fjölmargar og glugga oft í þeim.

Fjórir staðir sem ég vildi vera á núna.
1. Balí með Ingó og Hilmi (og einhverri indælli barnfóstru)
2. Ein á lúxus helgarspa
3. Í London eða New York að versla með góðum shopping buddy
4. Á Íslandi með fjölskyldunni minni

Fjórir sem ég skora á að gera þetta.
Nú stranda ég á upptalningunni því að alltof margir skemmtilegir sem ég þekki blogga ekki ! (hvernig er það hægt !?) eða eru þegar búnir að svara svona áskorun.... isss... skora þá bara á stórvini okkar brottflutta;
Íris og/eða Óli ásamt Emilíunni

3 Comments:

  • þú súmmaðir samt svo vel inná frelsisstyttuna að það var alveg eins og þú hefðir bara verið þar! ;) thaha

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:13 e.h.  

  • Eldhúsið á Barnónsstígnum er helmingi stærra en elhúsið á Kongleveien þar sem ég bjó seinast. 'Eg fæ bara hálfgert víðáttubrjálæði. En mér lýst vel á hugmyndina um helgarspa. 'Eg væri til í spa þar sem ég gæti sofið, sofið og sofið og farið í nudd og dekur þess inn á milli
    Kveðja Ragnheiður

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:38 f.h.  

  • Búinn að svara áskoruninni
    Óli

    By Blogger Iris og Oli, at 10:38 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home