Skriðæfingar


Það eru sko daglegar skrið-æfingarnar hjá Hilmi og hvert tækifæri óspart notað til að fleygja sér úr sitjandi stellingu, vega salt og prófa balansinn, koma sér á hnéin og enda síðan hundfrústreraður á þessu öllu saman á mallanum. Reyndar alveg ótrúlegt hvað hann er sáttari við að vera á maganum núna enda er hann miklu betri í að fara yfir á hliðina en áður og nær ótrúlega vel að mjaka sér jafnvel heilan hring á maganum !
Erum búin að kaupa öryggisgrind til að loka af óæskilega hluta íbúðarinnar þegar sá dagur rennur upp að hann fer á flakk. Verður eflaust ekki langt að bíða....
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home