

Fengum okkur labbitúr í þvílíka dýrindis vorveðrinu sem er búið að vera hérna um helgina. Rákumst á róluvöll og gátum ekki stillt okkur um að máta Hilmi oní eina svona ungbarnarólu... og helduru ekki bara að hann hafi smellpassað ! Honum fannst þetta alveg afskaplega spennandi en jafnframt skrýtið... ("Víngsast svona fram og tilbaka ?? ókeeeeiii")
Annars er allt annað líf að þurfa ekki að dúða drenginn einsog pólarfara í hvert sinn sem maður ætlar út með hann. Vetlingana er hann sjálfur ábyggilega fegnastur að vera laus við !
1 Comments:
Við erum strax farin að sakna sænska veðursins. Komið með smá hlýju með ykkur hingað. Það verður æðislegt að fá ykkur í heimsókn á föstudaginn.
Óli og Emilía Þórný
By
Iris og Oli, at 9:51 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home