Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

28 mars 2006

Leikskólinn skoðaður

Vorum ákaflega ósænsk þegar við mættum á leikskólann, skoðuðum jákvæð allt sem okkur var sýnt og báðum svo um pappírana til að skrifa inn drenginn samstundis. Flestir fara sko að "athuga" marga leikskóla áður en lokaákvörðun er tekin. Skil reyndar ekkert í því vegna þess að það er skortur á leikskólaplássum og þá sérstaklega hérna á Östermalm. Fólk er augljóslega sumt að ferðast yfir í aðra bæjarhluta til að koma börnunum að á "rétta" leikskólanum.
Okkur leist nú bara svo vel á pleisið að við vorum ekkert að spekúlera meira í málinu og sögðum bara játakk á staðnum. Þarna er allt flúnkusplúnkunýtt og fínt. Æðisleg aðstaða til hreyfingar, allskyns klifurgrindur, bolltar og græjur í sérherbergi, tónlistarherbergi, dótaherbergi og margt fleira. Svo er verið að byggja rosa fínan útileikvöll þarsem gert er ráð fyrir að börnin séu bæði fyrir og eftir hádegi.
Hann byrjar semsagt þarna 21. ágúst þegar hann verður orðin 1 árs og 1 dags gamall. Bara 20 vikur í það !!!
Spennandi með meiru ;)
P.s. nei Sara... það er ekkert dýrara þarna en á þessum ríkisreknu leikskólum. Það er tekin prósenta af tekjum foreldra, max einhver ákveðin upphæð sem ég held að sé um 1.400 SEK á mánuði :)

2 Comments:

  • váh! ótrúlega spennandi að hann sé að fara að byrja í leikskóla, ekkert svo langt þangað til! 1400 sek er ekki mikið, váh held það kosti einhvern 30þ hérna (og þú færð ekki leikskólapláss fyrr en við um 2 ára þannig að þú þarft að borga meira fyrir dagmömmu þangaðtil) allir til svíþjóðar! :D

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:49 e.h.  

  • svona á að gera þetta... :)

    By Blogger María, at 9:41 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home