Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

05 apríl 2006

Æ æ.... æla

Aumingja Hilmir... ældi einsog múkki í gær og var svo slappur að augun rúlluðu aftur í haus, varð hvítur sem lak, fölur og ískaldur. Við Ingó skiptumst á því að ganga um með hann og reyna að láta honum líða sem best því hann vildi hvorki liggja, sitja eða vera uppá öxlinni á okkur. Þau urðu því ansi mörg handtökin við þetta ásamt því að skipta tvisvar um alklæðnað á okkur öllum þrem og rífa af hjónarúminu.
Endaði á því að hann steinsofnaði í fanginu á pabba sínum, var lagður í rúmið sitt (sem ég var búin að æluverja eins vel og hægt er) og svo fylgdumst við með og biðum eftir hvort hann yrði verri eða fengi hita.
Ekkert gerðist !
Hann vaknaði svo einsog venjulega til að fá að drekka og sló upp augun í morgun kl. 7.20 ásamt því að gefa okkur breitt snuddufyllt bros.
Hættan liðin hjá.
Og foreldrarnir dæsa stórt.
*HJÚKK*

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home