Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

30 apríl 2006

Hilmir á níunda mánuði

Enn ein tönnin sýndi sig í morgun, og þar með færði okkur útskýringuna fyrir sífelldum gráti drengsins uppúr svefni í nótt og nóttina þar áður..... framtennurnar eiga líka að vera hvað sárastar fyrir svona litla góma. Þar með er Hilmir komin með tvær í efri og þrjár í neðri en satt að segja sýndist mér vera enn ein á leiðinni í efri gómi þannig að þetta brýst fram á ógnarhraða. Verður orðin fulltenntur áður en við vitum af !
Hilmir er núna næstum 8 1/2 mánaða og er þetta efst á "skemmtilega" listanum hans ;
- láta leika brúðuleikhús fyrir sig. Nægir jafnvel að láta tóm föt ganga og tala... alltaf hlær hann jafn dátt og bíður spenntur eftir næsta atriði.
- Teletubbies ! Þrátt fyrir heit loforð mín um að láta hann aldrei horfa á þetta var Ingó á sjónvarpsstöðvarflakki ekki alls fyrir löngu og lennti óvart á þessu sjónvarpsefni á BBC. Erfitt að snúa við eftir að hafa séð andlit Hilmis ljóma af gleði.
- leika sér með plastflöskur.... endalaust gaman...
- fá uppáhaldsmatinn (fisk og kartöflur með smjöri)
- fá einhvað til að naga; matarkex, skorpur, hrökkbrauð, þurr og pínu hörð rúnstykki sem hægt er að bleyta upp með slefi.
- komast í "það sem ekki má skoða" einsog fjarstýringar, lyklaborð og tölvumýs. Verða laaaangar þagnir á heimilinu þegar það gerist.
- vera keyrður um í vagninum úti og skoða hluti, fólk og dýr.
- reyna að standa uppvið, ekki fyrr farin að skríða en að kemur að næsta "challenge".

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home