Undrabarnið okkar á Öppna förskolan


Hilmir kom skríðandi á móti mér þegar ég kom heim úr vinnunni í dag. Fyrstu skriðskrefin voru víst tekin í morgun með óstyrkum fótum en eftir því sem líða tók á daginn varð hann öruggari og þeysist núna um einsog hann hafi bara aldrei gert annað.
Í dag klappaði hann líka saman höndum meðvitað með báðum lófum opnum. Hingað til hefur bara ein hendin opnast og rykkjóttar hreyfingarnar.
Myndina tók Ingó á öppna förskolanum í dag (með lófatölvunni sinni). Þarna sést Hilmir sigri hrósandi og önnum kafin eftir að hafa verið búin að hreinsa hillurnar af dóti, dreifði því skipulega kringum sig og grandskoðaði.
3 Comments:
yeay! duglegi strákur! vantaði náttla alveg rooosa lítið uppá að hann gæti skriðið hérna! :D svo er bara hægt að fara að nota "follow me!" gallann! :D
By
Nafnlaus, at 9:47 e.h.
Svakalega er ég stollt af honum. Ég tel að ég eigi náttúrulega smá í þessu. Við tókum jú skriðæfinu á páskunum.
Ástar kveðja Bugga Amma.
By
Nafnlaus, at 9:26 e.h.
Rosalega er hann orðin stór og duglegur!
kv., Sandra
By
Nafnlaus, at 4:04 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home