Stóri strákurinn með stóru matarlystina
Við erum búin að vera á nýja matarprógramminu með hann Hilmi núna síðan á föstudaginn og erum ekki frá því að það sé töluverður munur á honum ! Rólegri einhvernvegin og skapbetri... við áttum nú ekki von á því svosem þannig að það kemur skemmtilega á óvart og jafnframt poppar upp spurningin "var hann orðin svona svangur?" í huga okkar.
Hann er semsagt síétandi alvöru mat (ekkert pelasull lengur) og líkar það vel !
Erum svo líklega búin að finna leikskólapláss fyrir hann í ágúst. Leikskólinn sá heitir Olympen og leggur aðaláherslu á hreyfingu í leik og lærdómi. Þetta er einkarekin leikskóli sem er í 10 mínútna göngufæri frá vinnunni minni þannig að ég sé þá um að sækja og skila... og fæ smá hreyfingu í leiðinni ;) Fáum líklega að koma og skoða í vikunni... skrýtið og spennandi en aðallega furðulegt að hugsa til þess að hann verði bráðum eins árs og "sjálfstæður", þ.e. ekki með mér eða pabba sínum á daginn.
Hann er semsagt síétandi alvöru mat (ekkert pelasull lengur) og líkar það vel !
Erum svo líklega búin að finna leikskólapláss fyrir hann í ágúst. Leikskólinn sá heitir Olympen og leggur aðaláherslu á hreyfingu í leik og lærdómi. Þetta er einkarekin leikskóli sem er í 10 mínútna göngufæri frá vinnunni minni þannig að ég sé þá um að sækja og skila... og fæ smá hreyfingu í leiðinni ;) Fáum líklega að koma og skoða í vikunni... skrýtið og spennandi en aðallega furðulegt að hugsa til þess að hann verði bráðum eins árs og "sjálfstæður", þ.e. ekki með mér eða pabba sínum á daginn.
1 Comments:
váh! fljótt að gerast! einkarekinn, er hann þá ekki alveg ferlega dýr?
By
Nafnlaus, at 7:42 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home