Hamagangur !

Hilmir var (sem betur fer!) ekki sá "líflegasti" í hópnum þannig að hann fékk að hitta jafningja sína og ærslabelgi mikla af báðum kynjum. Á myndinni situr hann á gólfinu með Júlíu og David sem eru bæði mánuði yngri en hann..... Júlía nýfarin að skríða og standa með en David á leiðinni að fara að taka sín fyrstu skref... mismunandi hversu hratt þetta kemur augljóslega !
Ingó átti líka afmæli í gær þannig að Hilmir fékk að vera í pössun aleinn með glænýju barnapíunni í fyrsta sinn meðan við fórum út að borða. Nýja pían heitir Carmen og er fyrrverandi dagmamma og leikskólastarfskona á fimmtugsaldri og er frá Chile. Við erum öll að fíla hana í botn enda töluvert meira traustvekjandi og ábyrgari í háttarlagi en fyrri frökenin sem okkur fannst orðin frekar kærulaus.... og þá var bara að finna einhverja betri ;) Fyndið hvernig spænskumælandi barnapíur laðast að okkur ! Efast samt um að Hilmir eigi eftir að ná að tileinka sér þriðja tungumálið áður en við flytjum héðan !?

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home