Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

28 júní 2006

Hamagangur !

Það var sko ekki lítill hamagangurinn í íbúð einni hér í borg þegar ég og þrjár aðrar mömmur úr mömmugrúppunni minni hittust í gær ásamt börnum sínum. Ekki oft sem við hittumst núorðið þannig að það er gaman að sjá hvað börnin stækka hratt og þroskast samfara því.
Hilmir var (sem betur fer!) ekki sá "líflegasti" í hópnum þannig að hann fékk að hitta jafningja sína og ærslabelgi mikla af báðum kynjum. Á myndinni situr hann á gólfinu með Júlíu og David sem eru bæði mánuði yngri en hann..... Júlía nýfarin að skríða og standa með en David á leiðinni að fara að taka sín fyrstu skref... mismunandi hversu hratt þetta kemur augljóslega !

Ingó átti líka afmæli í gær þannig að Hilmir fékk að vera í pössun aleinn með glænýju barnapíunni í fyrsta sinn meðan við fórum út að borða. Nýja pían heitir Carmen og er fyrrverandi dagmamma og leikskólastarfskona á fimmtugsaldri og er frá Chile. Við erum öll að fíla hana í botn enda töluvert meira traustvekjandi og ábyrgari í háttarlagi en fyrri frökenin sem okkur fannst orðin frekar kærulaus.... og þá var bara að finna einhverja betri ;) Fyndið hvernig spænskumælandi barnapíur laðast að okkur ! Efast samt um að Hilmir eigi eftir að ná að tileinka sér þriðja tungumálið áður en við flytjum héðan !?Posted by Picasa

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home